Enski boltinn

Blackburn lauk Ástralíuferðinni með sigri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik hjá Blackburn síðasta vetur.
Úr leik hjá Blackburn síðasta vetur.

Strákarnir í Blackburn eru á heimleið eftir æfingaferð til Ástralíu. Þeir luku ferðinni með því að sigra Sidney FC í æfingaleik í dag 2-1.

Það voru þeir félagar Brett Emerton og Morten Gamst Pedersen sem skoruðu mörk enska liðsins.

Markvörðurinn Mark Bunn kom í veg fyrir að Sidney næði að jafna seint í leiknum þegar hann varði laglega frá hægri kantmanninum Shannon Cole.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×