Enski boltinn

Giggs missir af næstu leikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs gengur af velli um helgina.
Ryan Giggs gengur af velli um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Ryan Giggs verður frá í dágóðan tíma eftir að hann meiddist í leik Manchester United og West Brom um helgina.

Giggs þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks en þá var staðan 2-0 fyrir United. West Brom skoraði svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat.

„Það hafði mikið að segja að missa Ryan," sagði Ferguson. „Hann er aftur meiddur á læri. Hann varð fyrir sömu meiðslum gegn Bolton en var búinn að æfa alla vikunna og gekk vel. Kannski þarf hann að fá lengri tíma til endurhæfingar nú."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×