Fótbolti

Skoska sambandið búið að finna erlenda dómara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Það verður spilað í skoska fótboltanum um næstu helgi þrátt fyrir að skoskir dómarar verði þá í verkfalli til að mótmæla gagnrýni á störf sín undanfarið. Það eru þó ekki íslenskir dómarar sem koma til bjargar heldur dómarar frá öðrum Evrópulöndum.

Skoska sambandið hefur nefnilega samið við erlenda dómara um að fylla í skarðið en dómarar frá Íslandi, Noregi, Wales og Svíþjóð voru ekki tilbúnir að dæma leikina því þeir ætla að standa með kollegum sínum í Skotlandi.

„Skoska knattspyrnusambandið getur staðfest það að samkomulag hefur náðst við nokkur evrópsk knattspyrnusambönd þannig að leikirnir í úrvalsdeildinni og Alba-bikarnum munu vera mannaðir um helgina. Það standa enn yfir viðræður um að manna aðra leiki en það eru líka góðar líkur að leikir í öllum deildum geta einnig farið fram," sagði í yfirlýsingu frá skoska sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×