Enski boltinn

Nani: Hlakka til að vinna fleiri titla með Man Utd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nani hefur leikið vel með United að undanförnu.
Nani hefur leikið vel með United að undanförnu.

„Þjálfaraliðið hér hefur kennt mér svo mikið og ég er að spila í kringum marga af bestu leikmönnum heims," segir hinn portúgalski Nani sem skrifaði undir nýjan samning við Englandsmeistara Manchester United í morgun.

Þessi 23 ára kantmaður hefur skrifað undir samning til 2014. „Ég er í skýjunum með þennan nýja samning. Þetta hefur verið eins og draumur sem hefur ræst að spila með United," segir Nani. „Ég hlakka til að vinna miklu fleiri bikara með þessu liði."

Nani hefur verið í fantaformi að undanförnu eftir erfiða tíma á Old Trafford. Á tímabili var talið að hann yrði seldur frá félaginu en hann hefur fundið taktinn og leikið virkilega vel í síðustu leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×