Enski boltinn

Bale verður ekki seldur til Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gareth Bale, leikmaður Tottenham, er heldur betur að slá í gegn á þessari leiktíð og er nú orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, segir þó engar líkur vera á því að þessi 21 árs gamli leikmaður yfirgefi félagið.

"Ég hef lesið að Mourinho sé að fylgjast með honum. José veit sínu viti þegar kemur að leikmönnum. Það er samt algjörlega á tæru að ég mun ekki sleppa honum frá okkur," sagði Redknapp í pistli sínum á The Sun.

"Tottenham er lið á uppleið. Við erum að byggja upp og þess vegna ætlum við ekki að selja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×