Fótbolti

Skoskir dómarar munu standa við verkfallsaðgerðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skoski dómarinn Craig Thompson er einn þeirra sem ætlar í verkfall um næstu helgi. Hér rekur hann Sergio Ramos af velli í leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Skoski dómarinn Craig Thompson er einn þeirra sem ætlar í verkfall um næstu helgi. Hér rekur hann Sergio Ramos af velli í leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Nordic Photos / Getty Images

Skoska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að knattspyrnudómarar þar í landi munu fara í verkfall um næstu helgi eins og boðað var þar sem viðræður báru ekki árangur.

Sambandið hefur fundað með dómurum síðan að þeir síðurnefndu boðuðu verkfallsaðgerðir um síðustu helgi.

Dómurum hefur verið tilkynnt að til standi að herða reglur og viðurlög fyrir þá sem gagnrýna störf dómara og vega að heiðri þeirra og heiðarleika. Hver sá sem gerir það annað hvort fyrir leik eða strax eftir hann verði dæmdur í bann.

En dómarar eru harðákveðnir í að standa við sitt. Stewart Rogan, framkvæmdarstjóri skoska knattspyrnusambandsins, vonast þó til að hægt verði að komast að samkomulagi við þá að leyfa dómurum frá öðrum löndum að dæma um helgina í þeirra stað.

„Ef staðið verður við verkfallið mun það bitna á stuðningsmönnunum, félögunum, styrktaraðilunum og fjölmiðlunum. Það getur ekki verið gott fyrir íþróttina í þessu landi," sagði Stewart. „Ég hvet dómara til að endurskoða afstöðu sína."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×