Heilu stöðuvötnin gufuð upp á hálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2010 18:49 Ein stærstu stöðuvötn á miðhálendi Íslands, Kjalvötn, eru horfin. Vatnamælingamaður, sem mælt hefur fjallavötn um áratugaskeið, segist aldrei hafa séð hálendið jafn þurrt og nú, - grunnvatn sé í sögulegu lágmarki. Kjalvötn eru norðvestan Þórisvatns og samkvæmt landakortum ættu þau að vera helmingi stærri en Elliðavatn. Nú sést þarna ekkert nema brúnn leirbotn. Undir venjulegum kringumstæðum væru þarna einhver stærstu náttúrulegu vötnin á hálendinu við Sprengisandsleið. En nú bregður svo við að Kjalvötn eru, í bókstaflegri merkingu, gufuð upp. Fáir þekkja vötnin á hálendinu betur en Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, og hann segir að hér sé venjulega fimm til sex metra djúpt vatn. Hann segir Kjalvötnin tvö vötn en nú sé botninn þurr og ekkert að sjá. Þetta hefur hann aldrei séð gerast áður og hefur hann þó í þrjá áratugi mælt vötnin fyrir Landsvirkjun, og raunar smalað hálendið frá unga aldri. Lækir sem alltaf sáust eru líka horfnir víða á hálendinu. Hann telur skýringuna svo sem ekki flókna: Það hefur lítið rignt á hálendinu í sumar og nánast ekkert snjóað þar tvö ár í röð. Auk þess hafi verið það hlýtt að allt vatn hafi gufað upp. Það séu fyrstu og fremst jökulárnar sem séu að skila vatni til sjávar en bergvatnsár og grunnvatn séu í sögulegu lágmarki. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Ein stærstu stöðuvötn á miðhálendi Íslands, Kjalvötn, eru horfin. Vatnamælingamaður, sem mælt hefur fjallavötn um áratugaskeið, segist aldrei hafa séð hálendið jafn þurrt og nú, - grunnvatn sé í sögulegu lágmarki. Kjalvötn eru norðvestan Þórisvatns og samkvæmt landakortum ættu þau að vera helmingi stærri en Elliðavatn. Nú sést þarna ekkert nema brúnn leirbotn. Undir venjulegum kringumstæðum væru þarna einhver stærstu náttúrulegu vötnin á hálendinu við Sprengisandsleið. En nú bregður svo við að Kjalvötn eru, í bókstaflegri merkingu, gufuð upp. Fáir þekkja vötnin á hálendinu betur en Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, og hann segir að hér sé venjulega fimm til sex metra djúpt vatn. Hann segir Kjalvötnin tvö vötn en nú sé botninn þurr og ekkert að sjá. Þetta hefur hann aldrei séð gerast áður og hefur hann þó í þrjá áratugi mælt vötnin fyrir Landsvirkjun, og raunar smalað hálendið frá unga aldri. Lækir sem alltaf sáust eru líka horfnir víða á hálendinu. Hann telur skýringuna svo sem ekki flókna: Það hefur lítið rignt á hálendinu í sumar og nánast ekkert snjóað þar tvö ár í röð. Auk þess hafi verið það hlýtt að allt vatn hafi gufað upp. Það séu fyrstu og fremst jökulárnar sem séu að skila vatni til sjávar en bergvatnsár og grunnvatn séu í sögulegu lágmarki.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira