Fótbolti

Blanc hættir með franska landsliðið komist það ekki á EM 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Blanc, þjálfari franska landsliðsins.
Laurent Blanc, þjálfari franska landsliðsins. Mynd/AFP
Laurent Blanc segist ætla að hætta strax með franska landsliðið takist honum ekki að koma liðinu á EM í Póllandi og Úkraínu sem fram fer eftir tvö ár. Blanc hefur tekið við liðinu af hinum óvinsæla Raymond Domenech og mun reyna að byggja um nýtt lið eftir HM-hneykslið.

„Annaðhvort komust við á EM 2012 eða ég er farinn," sagði Laurent Blanc í viðtali við L'Equipe í morgun. „Það er ekki minn stíll að halda áfram ef ég veit að mér hefur mistekist," sagði Blanc.

Fyrsti leikur franska liðsins undir stjórn Laurent Blanc er vináttulandsleikur við Norðmenn 11. ágúst næstkomandi en enginn leikmaður úr HM-hópnum í sumar má taka þátt í þeim leik eftir að franska sambandið setti þá í agaband eftir framkomu sína á HM í Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×