Enski boltinn

Rooney og Hernández eru báðir á bekknum hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty

Wayne Rooney og Javier Hernández eru báðir á bekknum hjá Manchester United þegar liðið tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni á eftir.

Sir Alex Ferguson, stjóri Maqnchester United, er með Federico Macheda í byrjunarliðinu og í sóknarlínu liðsins eru einnig Nani, Ji Sung Park og Gabriel Obertan.

Varamannabekkur United er ekki að lakari gerðinni því auk Hernández og Rooney eru þar menn eins og Ryan Giggs og Paul Scholes.

Byrjunarlið Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Fletcher, Carrick, Park, Obertan, Macheda.

Varamenn: Kuszczak, Rooney, Giggs, Hernandez, Scholes, O'Shea, Evans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×