Frakkar sýndu ekki hugmyndaríkan eða sókndjarfan leik í gær þegar þeir mættu Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á HM í Suður-Afríku. Liðin gerðu markalaust jafntefli og Frakkar ógnuðu ekki mikið þrátt fyrir að vera manni fleiri síðustu tíu mínúturnar.
„Við náðum ekki að klára sóknirnar okkur. Við verðum að fara skora mörk," sagði Raymond Domenech, þjálfari Frakka, en franska liðinu hefur ekki tekist að skora í fyrsta leik sínum á stórmóti undir hans stjórn eða á þremur síðustu stórmótum sínum.
Emmanuel Petit er pistlahöfundur franska blaðsins L'Equipe. „Leikmenn verða að fara að hætta að hugsa um það hverjir þeir eru og stoppa að spilaeins og þeir séu eini bjargvættur franska liðsins. Leikirnir vinnast með liðsheild," skrifaði Petit sem varð Heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu.
Fyrstu leikir Frakka á síðustu stórmótum:
HM 2010 í Suður-Afríku
0-0 jafntefli við Úrúgvæ
Næsti leikur: Á móti Mexíkó á
EM 2008 í Sviss og Austurríki
0-0 jafntefli við Rúmeníu
Næsti leikur: 1-4 tap fyrir Holland
HM 2006 í Þýskaland
0-0 jafntefli á móti Sviss
Næsti leikur: 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu
EM 2004 í Portúgal
2-1 sigur á Englandi
Næsti leikur: 2-2 jafntefli við Króatíu
HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu
0-1 tap fyrir Senegal
Næsti leikur: 0-0 jafntefli við Úrúgvæ
Frakkar búnir að byrja þrjú stórmót í röð á markaleysi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti





Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn
