Chelsea tapaði aftur og United búið að ná þeim að stigum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2010 16:55 Lee Bowyer skorar hér sigurmark Birmingham. Mynd/AP Manchester United komst upp að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Wigan og óvænt 1-0 tap Chelsea á móti Birmingham í dag. Wayne Rooney lék 34 síðustu mínúturnar með United en þetta var fyrsti leikur hans síðan að hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning. Chelsea tapað sínum öðrum leik í röð þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Birmingham á St. Andrews. Birmingham komst upp úr fallsæti með þessum sigri sem var sá fyrsti hjá liðinu á móti Chelsea frá upphafi. Lee Bowyer skoraði sigurmark Birmingham á 17. mínútu en markið kom gegn gangi leiksins. Cameron Jerome skallaði boltann fyrir Bowyer sem skoraði af yfirvegun. Birmingham átti ekki fleiri skot á markið í leiknum en Ben Foster átti stórleik í markinu. Það hefur lítið gengið hjá Chelsea eftir að þeir létu Ray Wilkins fara í síðustu viku því liðið tapaði einnig 3-0 á heimavelli á móti Sunderland um síðustu helgi. Liðið er því bæði marka- og stigalaust í síðustu tveimur leikjum. Manchester United vann 2-0 sigur á Wigan eftir að hafa verið tveimur fleiri í hálftíma. Wayne Rooney kom inn á sem varamaður en tókst ekki að skora. Það gekk lítið hjá Manchester United í fyrri hálfleiknum og það þurfti mark úr óvæntri átt til þess að brjóta ísinn. Eftrirleikurinn var síðan auðveldur eftir að Wigan missti tvo menn af velli með rautt spjald með aðeins tveggja mínútna milibili skömmu eftir að Wayne Rooney kom inn á sem varamaður. Patrice Evra kom Manchester United í 1-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks með sínu fyrsta markið fyrir félagið í þrjú og hálft ár. Evra skallaði þá fyrirgjöf Ji-Sung Park í markið af stuttu færi. Antolin Alcaraz (tvö gul á 59. mínútu) og Hugo Rodallega (beint rautt á 61. mínútu) voru reknir af velli með aðeins tveggja mínútna millibili og þá var þetta búið spil fyrir Wigan. Javier Hernández skoraði laglegt skallamark eftir sendingu Rafael da Silva á 76. mínútu og þrátt fyrir ágæt færi þá tókst United ekki að bæta við mörkum. Bolton vann 5-1 stórsigur á Newcastle og komst upp í 4. sætið í deildinni. Þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu 4 leikjum. Svíinn Johan Elmander og Kevin Davies skoruðu báðir tvö mörk fyrir Bolton. Stoke vann þriðja sigur sinn í röð þegar liðið vann 3-0 útisigur á West Bromwich Albion. Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekekrt að spreyta sig eins og í síðustu leikjum. Vítaspyrnur frá Matthew Etherington og Jonathan Walters komu Stoke í 2-0 og Walters sem kom inn á sem varamaður bætti síðan við öðru marki sínu í lokin.Úrslit og markaskorar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Arsenal-Tottenham 2-3 1-0 Samir Nasri (9.), 2-0 Marouane Chamakh (27.), 2-1 Gareth Bale (50.), 2-2 Rafael van der Vaart, víti (67.), 2-3 Younes Kaboul (85.)Birmingham - Chelsea 1-0 1-0 Lee Bowyer (17.)Blackpool - Wolverhampton 2-1 1-0 Luke Varney (3.), 2-0 Marlon Harewood (44.), 2-1 Kevin Doyle (86.)Bolton - Newcastle 5-1 1-0 Kevin Davies, víti (18.), 2-0 Chung-Yong Lee (38.),3-0 Johan Elmander (50.), 3-1 Andrew Carroll (52.), 4-1 Johan Elmander (71.), 5-1 Kevin Davies, víti (90.+3) Grétar Rafn Steinsson var á varamannabekknum hjá Bolton.Manchester United - Wigan 2-0 1-0 Patrice Evra (45.), 2-0 Javier Hernández (76.)West Bromwich Albion - Stoke 0-3 0-1 Matthew Etherington, víti (55.), 0-2 Jonathan Walters, víti (85.), 0-3 Jonathan Walters (90.+3) Eiður Smári Guðjohnsen var allan leikinn á varamannabekknum hjá Stoke Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Manchester United komst upp að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Wigan og óvænt 1-0 tap Chelsea á móti Birmingham í dag. Wayne Rooney lék 34 síðustu mínúturnar með United en þetta var fyrsti leikur hans síðan að hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning. Chelsea tapað sínum öðrum leik í röð þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Birmingham á St. Andrews. Birmingham komst upp úr fallsæti með þessum sigri sem var sá fyrsti hjá liðinu á móti Chelsea frá upphafi. Lee Bowyer skoraði sigurmark Birmingham á 17. mínútu en markið kom gegn gangi leiksins. Cameron Jerome skallaði boltann fyrir Bowyer sem skoraði af yfirvegun. Birmingham átti ekki fleiri skot á markið í leiknum en Ben Foster átti stórleik í markinu. Það hefur lítið gengið hjá Chelsea eftir að þeir létu Ray Wilkins fara í síðustu viku því liðið tapaði einnig 3-0 á heimavelli á móti Sunderland um síðustu helgi. Liðið er því bæði marka- og stigalaust í síðustu tveimur leikjum. Manchester United vann 2-0 sigur á Wigan eftir að hafa verið tveimur fleiri í hálftíma. Wayne Rooney kom inn á sem varamaður en tókst ekki að skora. Það gekk lítið hjá Manchester United í fyrri hálfleiknum og það þurfti mark úr óvæntri átt til þess að brjóta ísinn. Eftrirleikurinn var síðan auðveldur eftir að Wigan missti tvo menn af velli með rautt spjald með aðeins tveggja mínútna milibili skömmu eftir að Wayne Rooney kom inn á sem varamaður. Patrice Evra kom Manchester United í 1-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks með sínu fyrsta markið fyrir félagið í þrjú og hálft ár. Evra skallaði þá fyrirgjöf Ji-Sung Park í markið af stuttu færi. Antolin Alcaraz (tvö gul á 59. mínútu) og Hugo Rodallega (beint rautt á 61. mínútu) voru reknir af velli með aðeins tveggja mínútna millibili og þá var þetta búið spil fyrir Wigan. Javier Hernández skoraði laglegt skallamark eftir sendingu Rafael da Silva á 76. mínútu og þrátt fyrir ágæt færi þá tókst United ekki að bæta við mörkum. Bolton vann 5-1 stórsigur á Newcastle og komst upp í 4. sætið í deildinni. Þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu 4 leikjum. Svíinn Johan Elmander og Kevin Davies skoruðu báðir tvö mörk fyrir Bolton. Stoke vann þriðja sigur sinn í röð þegar liðið vann 3-0 útisigur á West Bromwich Albion. Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekekrt að spreyta sig eins og í síðustu leikjum. Vítaspyrnur frá Matthew Etherington og Jonathan Walters komu Stoke í 2-0 og Walters sem kom inn á sem varamaður bætti síðan við öðru marki sínu í lokin.Úrslit og markaskorar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Arsenal-Tottenham 2-3 1-0 Samir Nasri (9.), 2-0 Marouane Chamakh (27.), 2-1 Gareth Bale (50.), 2-2 Rafael van der Vaart, víti (67.), 2-3 Younes Kaboul (85.)Birmingham - Chelsea 1-0 1-0 Lee Bowyer (17.)Blackpool - Wolverhampton 2-1 1-0 Luke Varney (3.), 2-0 Marlon Harewood (44.), 2-1 Kevin Doyle (86.)Bolton - Newcastle 5-1 1-0 Kevin Davies, víti (18.), 2-0 Chung-Yong Lee (38.),3-0 Johan Elmander (50.), 3-1 Andrew Carroll (52.), 4-1 Johan Elmander (71.), 5-1 Kevin Davies, víti (90.+3) Grétar Rafn Steinsson var á varamannabekknum hjá Bolton.Manchester United - Wigan 2-0 1-0 Patrice Evra (45.), 2-0 Javier Hernández (76.)West Bromwich Albion - Stoke 0-3 0-1 Matthew Etherington, víti (55.), 0-2 Jonathan Walters, víti (85.), 0-3 Jonathan Walters (90.+3) Eiður Smári Guðjohnsen var allan leikinn á varamannabekknum hjá Stoke
Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira