Enski boltinn

Mancini: Chelsea verður meistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Nýjustu ummæli Roberto Mancini, stjóra Man. City, eiga ekki eftir að kæta eigendur Man. City því Mancini er þegar búinn að lýsa því yfir að Chelsea verði enskur meistari á þessari leiktíð.

Eflaust er þetta samt taktík hjá Mancini fyrir leik liðsins gegn Chelsea á morgun.

"Chelsea er besta liðið í úrvalsdeildinni í dag og liðið mun líklega verða meistari frekar auðveldlega. Þetta er sterkt lið sem hefur leikmenn sem hafa spilað lengi saman. Liðið er líka með frábæran stjóra sem þekkir þetta allt saman," sagði Mancini.

Það er samt mikið til í þessu hjá Mancini enda hefur Chelsea verið í algjörum sérflokki það sem af er vetri og rúllað yfir alla andstæðinga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×