Fótbolti

Þeir ellefu bestu í Evrópu í september

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o fékk flest atkvæði allra leikmanna.
Samuel Eto'o fékk flest atkvæði allra leikmanna. Mynd/AP
Ellefu stærstu fótboltablöð Evrópu hafa gefið út úrvalslið sitt í evrópska fótboltanum fyrir september-mánuð. Samuel Eto'o framherji Inter fékk flest atkvæði alla eða frá 9 af 11 blöðum en flestir leikmannanna koma úr enska úrvalsdeildinni eða fjórir.

Næstur Samuel Eto'o í vinsældum kom Lewis Holtby miðjumaður þýska liðsins Mainz sem fékk sex atkvæði. Holtby hefur spilað frábærlega með spútnikliðinu í þýsku deildinni. Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan fékk fimm atkvæði en aðrir í úrvalsliðinu fengu færri atkvæði að þessu sinni.

Blöðin sem hafa atkvæðarétt í kjörinu eru eftirtalin: A Bola (Portúgal), Don Balón (Spánn), Fanatik (Tyrkland), Foot Magazine (Belgía), Kicker (Þýskaland), La Gazzetta dello Sport (Ítalía), Sport-Express (Rússland), Tipsbladet (Danmörk), Voetbal international (Holland) og World Soccer (Bretland).

Úrvalslið september í Evrópu:

Markmaður

Iker Casillas, Real Madrid (4 atkvæði)

Vörn

Vincent Kompany, Manchester City (3 atkvæði)

Lucio, Inter (3 atkvæði)

Ashley Cole, Chelsea (4 atkvæði)

Miðja

Michael Essien, Chelsea (3 atkvæði)

Cesc Fabregas, Arsenal (3 atkvæði)

Lewis Holtby, Mainz (6 atkvæði)

Dimiti Payet, St. Etienne (3 atkvæði)

Sókn

Samuel Eto'o, Inter (9 atkvæði)

Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (5 atkvæði)

Lionel Messi, angreb, FC Barcelona (4 atkvæði)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×