Enski boltinn

Aðgerð Torres heppnaðist vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hnéaðgerð Fernando Torres, framherja Liverpool, um helgina heppnaðist vel og er búist við honum á völlinn á nýjan leik eftir sex vikur.

Tíðindin eru mikill léttir fyrir stjórann Rafa Benitez sem þarf á öllum sínum besta mönnum að halda. Vikurnar án Spánverjans gætu þó orðið langar.

Læknirinn sem skar Torres upp var afar ánægður með aðgerðina og segir að Torres verði í toppformi á lokaspretti tímabilsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×