Enski boltinn

Rooney refsað með því að spila fótbolta?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rooney er stundum óþekkur.
Rooney er stundum óþekkur.

The Sun telur sig hafa fundið út líklega refsingu fyrir Wayne Rooney sem lét illum látum í ölæði um Verslunarmannahelgina. Myndir náðust af honum fyrir utan skemmtistað, reykjandi og mígandi.

Manchester United mætir Chelsea um komandi helgi í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn. Sir Alex Ferguson ætlaði sér að hvíla Rooney í þeim leik.

The Sun telur að refsingin sem Rooney fái verði að þurfa að spila þann leik.... Rooney er reyndar þekktur fyrir að vilja spila hverja einustu mínútu alltaf. Ef þetta verður refsing hans má ekki búast við því að hann verði mjög reiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×