Enski boltinn

Bale: Sýndum það í seinni hálfleik hversu góðir við erum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale í leiknum í dag.
Gareth Bale í leiknum í dag. MYnd/Nordic Photos/Getty
Gareth Bale og félagar í Tottenham voru kátir með 3-2 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal í dag. Tottenham lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggði sér sinn fyrsta útisigur á Arsenal í 17 ár.

„Þetta er leikurinn sem allir í liðinu vonast til þess að vinna, sérstaklega á Emirates, þannig að þetta er mjög sérstakur sigur fyrir okkur," sagði Gareth Bale, sem kom Tottenham á bragðið í upphafi seinni hálfleiksins.

„Eins og stjórinn sagði fyrir leikinn þá erum við með frábært lið og við getum unnið alla. Við byrjuðum ekki vel en við sýndum það í seinni hálfleiks hversu gott lið við erum með," sagði Bale.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×