Fótbolti

Beckham fékk sér önd sem var skírð í höfuðið á Crouch

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lítur Crouch út eins og önd?
Lítur Crouch út eins og önd?

Beckham-fjölskyldan stækkaði á dögunum þegar David og Victoria fengu sér önd. Öndin heitir Crouchie og er skírð í höfuðið á Peter Crouch, framherja Tottenham.

Það voru synir hjónanna sem nefndu öndina. Hugmyndina fengu þeir þar sem öndin er með langan háls og mjóa fætur. Eins og reyndar flestar endur ef út í það er farið.

Beckham-hjónin eru annars með fjölda dýra í Beckhingham Paalce þannig að strákarnir þeirra geti skemmt sér á daginn. Þau eiga nokkra hunda og einn þeirra er oft klæddur í búning LA Galaxy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×