Erlent

Engar myndatökur hér

Óli Tynes skrifar
Kínverskir öryggisverðir reka ljósmyndara frá heimili Nóbelshjónanna.
Kínverskir öryggisverðir reka ljósmyndara frá heimili Nóbelshjónanna. Mynd/AP

Eiginkona Liu Xiaobos var sett í stofufangelsi á heimili þeirra í Peking eftir að honum voru veitt friðarverðlaun Nóbels. Þar er Liu Xia haldið í einangrun frá umheiminum. Eins og eiginmanni hennar er haldið í einangrun í venjulegu fangelsi.

Bæði fulltrúum Evrósambandsins og Noregs hefur verið vísað frá heimilinu. Þar fyrir framan standa öryggisverðir sem reka alla í burt sem nálægt koma.

Liu Xia hefur sagt að hún vonist til að geta farið til Oslóar til þess að taka við verðlaununum fyrir hönd eiginmanns síns.

Líkurnar á því eru þó ekki sérlega góðar því Kínverjar eru ævareiðir yfir veriðlaunaveitingunni. Þeir eru svo reiðir að þeir hafa aflýst löngu ákveðnum fundum með norskum ráðherrum og embættismönnum og blásið af heimsóknir norskra listmanna til Kína.

Þeir hafa jafnframt hótað því að verðlaunaveitingin muni hafa alvarleg áhrif á viðskipti millilandanna sem eru umfangsmikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×