Enski boltinn

Everton hefur ekki efni á Donovan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Það er ekki nóg til hjá Everton.
Það er ekki nóg til hjá Everton.

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir ekki miklar líkur á að liðið fái Bandaríkjamanninn Landon Donovan lánaðan aftur.

Þessi 28 ára leikmaður sló í gegn hjá stuðningsmönnum Everton síðasta vetur þegar hann lék 13 leiki fyrir liðið á lánssamningi frá LA Galaxy.

„Okkar vilji er að sjálfsögðu að fá Landon aftur en það lítur út fyrir að hann sé of dýr fyrir okkur. Við höfum ekki efni á honum. Sú upphæð sem MLS vill fá fyrir hann er mjög há og ekki bætir aldurinn á honum," sagði Moyes.

„Það er ekki mikill peningur til við. Við fengum Jermaine Beckford og Jan Mucha á frjálsri sölu og það lítur út fyrir að við séum það úrvalsdeildarfélag sem eyði minnstum peningi þetta sumarið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×