Fótbolti

Maradona vill halda áfram en setur fram kröfur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Mynd/AP
Diego Maradona hefur áhuga á því að skrifa undir nýjan samning sem þjálfari argentínska landsliðsins en einungis ef hann fær að halda öllum aðstoðarmönnum sínum áfram. Argentínska sambandið hefur boðið Maradona fögurra ára samning.

Hinn 49 ára gamli Maradona sló í gegn á HM í Suður-Afríku eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega í undankeppninni. Argentínumenn léku vel á HM eða allt fram að átta liða úrslitunum þar sem þeir fengu skell á móti Þjoðverjum.

„Ég vil endilega halda áfram en þetta ræðst allt á Grondona," sagði Diego Maradona í sjónvarpsþættinum America TV í gærkvöldi en Maradona hittir Julio Grondona, formann argentínska knattspyrnusambandsins, í dag.

„Ef þeir snerta eitt hár á höfði einhverja aðstoðarmanna minna, jafnvel þótt að það sé nuddarinn eða búningastjórinn, þá er ég farinn," sagði Maradona og bætti við:

„Ég vil halda áfram með ævintýrið en ekki með hverjum sem er heldur með þessum mönnum sem voru með mér í Suður-Afríku," sagði Maradona en hann hefur verið meðal annars að deila um framtíð aðstoðarmannsins Oscar Ruggeri við formann sambandsins.

Oscar Ruggeri hefur verið ganrýndur af Julio Grondona sem augljóslega vill hann burtu. Maradona ætlar hinsvegar ekki að gefa sig. „Ég hef spurt Grondona út í framtíð Ruggeri og hann er það fyrsta sem ég mun ræða við hann á fundi okkar," sagði Maradona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×