Enski boltinn

Kínverjinn Kenny gefur Liverpool tíu daga

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kenny Huang.
Kenny Huang.

Liverpool fær tíu daga til að taka ákvörðun varðandi kauptilboð Kínverjans Kenny Huang. Ef honum hefur ekki borist svar eftir tíu daga hyggst hann ganga frá borði og málið er úr sögunni.

Viðræður um kaup hins kínverska eru komnar á alvarlegt stig. Huang er yfir fyrirtækinu QSL Sports sem á aðsetur í Hong Kong.

Huang segist hafa nægilegt fjármagn til að borga upp skuldir Liverpool og til að lokka stórstjörnur á Anfield. Huang keypti í fyrra 15% hlut í bandaríska körfuboltaliðinu Cleveland Cavaliers og er einnig valdamikill í kínverska hafnaboltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×