Enski boltinn

Tony Pulis: Stundum er þetta ekki bara þinn dagur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Pulis, stjóri Stoke.
Tony Pulis, stjóri Stoke. Mynd/AP
Tony Pulis, stjóri Stoke, lét Eið Smára Guðjohnsen sitja á varamannabekknum áttunda leikinn í röð þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Blackpool skoraði sigurmark sitt í upphafi seinni hálfleiksins.

„Stundum er þetta bara ekki þinn dagur. Við sköpuðum örugglega fleiri færi í þessum leik en í öllum hinum leikjunum okkar á tímabilinu," sagði Tony Pulis eftir leikinn.

„Blackpool opnar sig mikið og þú veist þegar þú mætir þeim að þú verður að nýta færin þín því þeir skapa alltaf sín færi," sagði Pulis.

„Það var sama hvað við gerðum í dag við áttum bara ekki að skora mark. Blackpool á samt hrós skilið því þeir taka áhættu og kasta upp tengingnum. Hann féll fyrir þá í dag," sagði Pulis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×