Fótbolti

Óvíst hversu alvarleg meiðsli Iniesta eru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andres Iniesta í leik með spænska landsliðinu.
Andres Iniesta í leik með spænska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Spánverjar bíða nú þess að heyra niðurstöður úr myndatöku sem Andrés Iniesta fór í eftir að hann meiddist í æfingaleik Spánar og Póllands í gær.

Iniesta þurfti að fara af velli á 39. mínútu eftir að hafa fundið verk í löppinni. „Hann fann fyrir einhverju smávægilegu og við vonum að þetta sé ekkert til að óttast," sagði landsliðsþjálfarinn Vicente del Bosque eftir leikinn í gær.

Fernando Torres skoraði í leiknum sem Spánverjar unnu örugglega, 6-0. Cesc Fabregas og Xabi Alonso skoruðu einnig í leiknum.

Iniesta átti stóran þátt í fyrstu tveimur mörkum leiksins en meiðsli á læri gerðu honum erfitt fyrir á síðustu leiktíð og missti hann af mörgum leikjum með Barcelona vegna þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×