Erlent

Ósprungnar fosfórsprengjur á Gaza ströndinni

Óli Tynes skrifar
Mikið er enn af ósprungnum sprengjum á Gaza.
Mikið er enn af ósprungnum sprengjum á Gaza.

Sprengjusérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sprengt upp 340 fallbyssukúlur og sprengjur sem ekki sprungu þegar Ísraelar vörpuðu þeim á Gaza ströndina í innrásinni á síðasta ári.

Þar á meðal voru 84 hvítar fosfórsprengjur. Samkvæmt alþjóðasamningum má ekki nota slíkar sprengjur í þéttbýli.

Talsmaður sérfræðinganna segir að tíu manns hafi látið lífið á Gaza síðan átökunum lauk þegar ósprungnar sprengjur sprungu þegar átt var við þær.

Hann sagði einnig að Hamas samtökin hefðu safnað að sér mörgum sprengjum í vopnabúr sitt. Þær á að nota gegn Ísrael þegar færi gefst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×