Enski boltinn

Carlos Vela í hálfs árs bann hjá landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Vela og Giovani dos Santos.
Carlos Vela og Giovani dos Santos. Nordic Photos / AFP

Carlos Vela, leikmaður Arsenal, og Efrain Juarez, leikmaður Celtic, mega ekki spila með landsliði Mexíkó næsta hálfa árið eftir að þeir voru dæmdir í agabann af knattspyrnusambandi landsins.

Þeir munu hafa brotið reglur sambandsins í tengslum við leik þess við Kólumbíu fyrr í mánuðinum.

Þar að auki voru ellefu leikmenn til viðbótar sektaðir um 50 þúsund pesóa eða tæpa hálfa milljón króna hver. Meðal þeirra má nefna Giovani dos Santos, Chicharito Hernandez og Rafael Marquez.




Tengdar fréttir

Leikmenn Mexíkó skemmtu sér með vændiskonum

Strákarnir í mexíkóska landsliðinu í knattspyrnu skemmtu sér konunglega í hópi fjórtán vændiskvenna og eins klæðskiptings eftir landsleik gegn Kólumbíu á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×