Enski boltinn

Tilkynnti á Facebook að hann ætlar að fara frá Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Pantsil.
John Pantsil. Nordic Photos / Getty Images

Ganamaðurinn John Pantsil mun hafa tilkynnt á Facebook-síðu sinni um helgina að hann hefði spilað sinn síðasta leik með Fulham.

Pantsil var á bekknum er Fulham gerði 1-1 jafntefli við Blackburn í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

„Ég mun ætíð elska ykkur, stuðningsmenn Fulham, hvert sem ég fer ... takk fyrir ykkar stuðning, það var frábært að fá að vera með ykkur," mun hann hafa skrifað eftir því sem enskir fjölmiðlar hafa greint frá.

Pantsil var í byrjunarliði Fulham í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en frammistaða hans þótti valda vonbrigðum. Hann kom til félagsins árið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×