Erlent

Árásarmaðurinn ófundinn

Ráðist var á lögreglumennina í vesturhluta Belfast. Mynd/AP
Ráðist var á lögreglumennina í vesturhluta Belfast. Mynd/AP
Maðurinn sem reyndi að myrða lögreglumenn á Norður-Írlandi í fyrrinótt er ófundinn. Fá vitni hafa gefið sig fram. Talið er að klofningshópur úr írska lýðveldishernum beri ábyrgð á tilræðinu.

Lögregla var kölluð út vegna innbrots hjá veðmangara í vesturhluta Belfast og þegar lögreglumenn komu á vettvang var sprengju kastað að þeim. Þrír lögreglumenn voru í framhaldinu fluttir á sjúkrahús og særðist einn þeirra talsvert. Hann þurfti að undirgangast aðgerð í gær og hefur ekki verið útskrifaður af sjúkrahúsinu.

Árásarmannsins er enn leitað. Lögregluyfirvöld segja mesta mildi að ekki hafi orðið manntjón. „Þetta var ekki árás sem beindist bara gegn lögreglumönnunum heldur samfélaginu í heild sinni," segir Matt Baggott, æðsti embættismaður lögreglunnar á Norður-Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×