Enski boltinn

Cech: Gott að hrista aðeins upp í leikmannahópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. Mynd/GettyImages

Petr Cech, markvörður Chelsea, segir að liðið sé að njóta góðs af því í upphafi tímabilsins að Carlo Ancelotti hafi gert breytingar á leikmannahópnum í sumar.

Chelsea horfði á eftir mönnum eins og Michael Ballack, Deco, Joe Cole og Ricardo Carvalho fyrir þetta tímabil en þeir voru allir hluti af því þegar Chelsea vann tvöfalt á síðasta tímabili.

„Það er mikilvægt að fá inn nýja leikmenn til að fríska upp á andrúmsloftið í liðinu og það hafði góð áhrif á liðið að hrista aðeins upp í leikmannahópnum í sumar. Það er heldur ekki hægt að spila nákvæmlega eins taktík tvö tímabil í röð því þá væru hin félögin búin að læra inn á liðið," sagði Petr Cech í viðtali í heimalandi sínu.

Chelsea hefur unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og tvo fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×