Fótbolti

Fékk 27 leikja bann fyrir að reyna að kyrkja dómarann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
José Pedroso, fótboltamaður frá Paragvæ, var dæmdur í 27 leikja bann fyrir að reyna að kyrkja dómara í leik í 2. deildinni í Chile um síðustu helgi.

José Pedroso er leikmaður Rangers en dómarinn sem heitir Marcelo Miranda, leyfði mótherjum Pedroso, Concepcion að taka vítaspyrnu fjórum sinnum eftir ýmsar truflanir. Conception skoraði fyrst, brenndi af næstu tveimur, en skoraði svo loksins aftur í fjórðu tilraun.

Pedroso réðst á dómarann og tók hann hálstaki aftan frá og réðst svo aftur að honum áður en liðsfélagar hans hentu honum niður.

Pedroso fékk 20 leikja bann fyrir að reyna að taka dómarann hálstaki, fimm leiki fyrir að reyna að ráðast aftur að honum þegar hann hafði verið dreginn í burtu og loks tvo leiki til viðbótar fyrir rauða spjaldið sem hann fékk rétt áður en hann missti algjörlega stjórn á sér.

Pedroso hætti hjá Rangers eftir leikinn og sagðist ætla að snúa aftur til Paragvæ.




Tengdar fréttir

Tók dómarann hálstaki - myndband

Leikmaður í 2. deild í Paragvæ reyndi að kyrkja dómara um helgina. Hann gæti verið á leiðinni í fangelsi en hann var vægast sagt ósáttur við dómarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×