Enski boltinn

Markmannsþjálfari Man. United: Van der Sar hættir í vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edwin van der Sar.
Edwin van der Sar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það lítur allt út fyrir að þetta sé síðasta tímabilið hjá hollenska markverðinum Edwin van der Sar en það er að minnsta kosti mat markmannsþjálfara Manchester United, Eric Steele.

Van der Sar er á sínu sjöunda tímabili með United en hann kom þangað frá Fulham árið 2005. Hann fagnar fertugsafmæli sínu 29. október næstkomandi.

„Ég held að Ed sé búinn að ákveða sig og að þetta verði síðasta árið hans," sagði Eric Steele við Manchester Evening News. „Hann er mikill atvinnumaður en jafnframt raunsær og skynsamur. Ég held að hvorki ég né stjórinn þurfi að segja honum hvenær hann sé kominn á leiðarenda," sagði Eric Steele.

Eric Steele segir hollenska markvörðinn en eftir að vinna enska bikarinn og sú staðreynd gæti rekið hann áfram í að spila lengur. „Hann hefur aldrei unnið enska bikarinn og það er stórt markmið hjá honum núna. Ef við skiptum leikjum milli markvarða okkar þá mun Van der Sar örugglega banka á dyrnar og biðja stjóranna um að fá að spila leikina í bikarnum," sagði Steele.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×