Drogba hefði gefið kost á sér í franska landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2010 14:15 Didier Drogba í landsleik með Fílabeinsströndinni. Nordic Photos / Getty Images Didier Drogba segir að hefði hann verið valinn í franska landsliðið fyrir tíu árum síðan hefði hann svarað kallinu fremur en að spila með landsliði Fílabeinsstrandarinnar. Drogba ólst upp að hluta í Frakklandi og hóf sinn knattspyrnuferil með Le Mans þar í landi. Fyrir nærri áratug síðan vakti hann athygli Jacques Santini, þáverandi landsliðsþjálfara, fyrir góða frammistöðu með liðinu. Drogba segir að hann hefði svarað kallinu hefði Santini valið hann vegna óstöðugleika í heimalandinu. Það var skiljanleg afstaða, sérstaklega í ljósi þess að knattspyrnulið Fílabeinsstrandarinnar var fangelsað í skamman tíma eftir slæma frammistöðu á Afríkukeppni landsliða árið 2000. En svo fór að hann valdi að spila fyrir Fílabeinsströndina og sér ekki eftir því í dag. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég er viss um að ef ég hefði verið valinn ungur í franska landsliðið hefði ég valið að spila fyrir Frakkland," sagði Drogba við enska fjölmiðla. „En það hefur fært mig nær mínum uppruna að spila með Fílabeinsströndinni. Ég er betur tengdur mínum rótum og fólkinu í landinu." „Eins og hjá öllum sem alast upp við tvo menningarheima var ég fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig. Það hefur því hjálpað mér að komast að því hver ég er í raun og veru að spila fyrir hönd minnar þjóðar." Fílabeinsströndin mætir Portúgal í fyrsta leik á HM á þriðjudaginn næstkomandi en liðin eru í hinum svokallaða dauðariðlinum á HM ásamt Brasilíu og Norður-Kóreu. Drogba segir þó sína menn stefna á sæti í 16-liða úrslitum. „Þetta verður erfitt en við stefnum á því að komast upp úr riðlakeppnina. Það væri mikið afrek fyrir lítið land eins og okkar að ná þeim árangri." HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Didier Drogba segir að hefði hann verið valinn í franska landsliðið fyrir tíu árum síðan hefði hann svarað kallinu fremur en að spila með landsliði Fílabeinsstrandarinnar. Drogba ólst upp að hluta í Frakklandi og hóf sinn knattspyrnuferil með Le Mans þar í landi. Fyrir nærri áratug síðan vakti hann athygli Jacques Santini, þáverandi landsliðsþjálfara, fyrir góða frammistöðu með liðinu. Drogba segir að hann hefði svarað kallinu hefði Santini valið hann vegna óstöðugleika í heimalandinu. Það var skiljanleg afstaða, sérstaklega í ljósi þess að knattspyrnulið Fílabeinsstrandarinnar var fangelsað í skamman tíma eftir slæma frammistöðu á Afríkukeppni landsliða árið 2000. En svo fór að hann valdi að spila fyrir Fílabeinsströndina og sér ekki eftir því í dag. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég er viss um að ef ég hefði verið valinn ungur í franska landsliðið hefði ég valið að spila fyrir Frakkland," sagði Drogba við enska fjölmiðla. „En það hefur fært mig nær mínum uppruna að spila með Fílabeinsströndinni. Ég er betur tengdur mínum rótum og fólkinu í landinu." „Eins og hjá öllum sem alast upp við tvo menningarheima var ég fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig. Það hefur því hjálpað mér að komast að því hver ég er í raun og veru að spila fyrir hönd minnar þjóðar." Fílabeinsströndin mætir Portúgal í fyrsta leik á HM á þriðjudaginn næstkomandi en liðin eru í hinum svokallaða dauðariðlinum á HM ásamt Brasilíu og Norður-Kóreu. Drogba segir þó sína menn stefna á sæti í 16-liða úrslitum. „Þetta verður erfitt en við stefnum á því að komast upp úr riðlakeppnina. Það væri mikið afrek fyrir lítið land eins og okkar að ná þeim árangri."
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira