Umfjöllun: Ástandið í Vesturbænum versnar enn Elvar Geir Magnússon skrifar 7. júní 2010 17:14 Logi Ólafsson, þjálfari KR. Fréttablaðið Liðið sem lék við hvurn sinn fingur á undirbúningstímabilinu og margir sáu ekki hvernig ætti að stöðva í sumar er enn ekki búið að vinna leik eftir fimm umferðir í Pepsi-deildinni. KR tapaði 1-2 fyrir erkifjendum sínum í Val í kvöld en Arnar Sveinn Geirsson skoraði sigurmarkið í leiknum í seinni hálfleik. KR-ingar byrjuðu leikinn betur en lentu hinsvegar undir þegar Baldur Aðalsteinsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Heimamenn lögðu ekki árar í bát og Óskar Örn Hauksson jafnaði metin eftir að Björgólfur Takefusa rúllaði knettinum til hans. KR var líklegra til að skora á lokakafla hálfleiksins en staðan 1-1 í leikhléi. Valsmenn komu síðan gríðarlega öflugir til seinni hálfleiksins og heimamenn urðu undir í baráttunni. Sigurbjörn Hreiðarsson átti hörkuflottan leik á miðjunni hjá Val og hann lagði upp sigurmarkið fyrir Arnar Svein Geirsson. Arnar komst einn gegn markverði og kláraði færið vel. Þessi efnilegi leikmaður hefur farið á kostum í upphafi móts með styrk sínum og hraða. Við þetta mark vöknuðu KR-ingar en Valsmenn færðu sig meira til baka og KR átti fá svör. Liðið virkaði mjög hugmyndalaust og leikmenn oft á tíðum ansi áhugalausir. Ástandið í Vesturbænum er langt frá því gott og Logi Ólafsson hefur ekki fundið leiðina út úr þessum vandræðum. Stóll hans er ekki sá traustasti um þessar mundir og margir stuðningsmenn á vellinum í kvöld kölluðu eftir breytingum. Yfirritaður bað Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfara Loga, um viðtal eftir leik en Pétur strunsaði beint inn í klefa. Það verður þó að hrósa Valsmönnum en sá sem þetta ritar er mjög hrifinn af því hvernig liðið hefur verið að mótast í síðustu leikjum og þéttast sem lið. Ef fram heldur sem horfir geta Valsmenn vel barist um Íslandsmeistaratitilinn þetta sumarið, það er þó ekki líklegt að þeir fái að kljást við KR í þeirri baráttu. KR - Valur 1-20-1 Baldur Aðalsteinsson (11.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (25.) 1-2 Arnar Sveinn Geirsson (56.) Skot (á mark): 12-10 (4-5) Varin skot: Moldsked 3 - Kjartan 3 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 15-16 Rangstöður: 1-1Áhorfendur: 2.252 Dómari: Magnús Þórisson 4KR 4-4-2 Lars Ivar Moldsked 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Mark Rutgers 4 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 5 Gunnar Örn Jónsson 3 (62. Jordao Diogo 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 Björgólfur Takefusa 4 Kjartan Henry Finnbogason 4 (73. Gunnar Kristjánsson -)Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Martin Pedersen 7 Haukur Páll Sigurðsson 5 (52. Rúnar Már Sigurjónsson 6) Sigurbjörn Hreiðarsson 8* - Maður leiksins Ian Jeffs 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (73. Þórir Guðjónsson -) Arnar Sveinn Geirsson 7 (87. Stefán Eggertsson -) Danni König 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Liðið sem lék við hvurn sinn fingur á undirbúningstímabilinu og margir sáu ekki hvernig ætti að stöðva í sumar er enn ekki búið að vinna leik eftir fimm umferðir í Pepsi-deildinni. KR tapaði 1-2 fyrir erkifjendum sínum í Val í kvöld en Arnar Sveinn Geirsson skoraði sigurmarkið í leiknum í seinni hálfleik. KR-ingar byrjuðu leikinn betur en lentu hinsvegar undir þegar Baldur Aðalsteinsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Heimamenn lögðu ekki árar í bát og Óskar Örn Hauksson jafnaði metin eftir að Björgólfur Takefusa rúllaði knettinum til hans. KR var líklegra til að skora á lokakafla hálfleiksins en staðan 1-1 í leikhléi. Valsmenn komu síðan gríðarlega öflugir til seinni hálfleiksins og heimamenn urðu undir í baráttunni. Sigurbjörn Hreiðarsson átti hörkuflottan leik á miðjunni hjá Val og hann lagði upp sigurmarkið fyrir Arnar Svein Geirsson. Arnar komst einn gegn markverði og kláraði færið vel. Þessi efnilegi leikmaður hefur farið á kostum í upphafi móts með styrk sínum og hraða. Við þetta mark vöknuðu KR-ingar en Valsmenn færðu sig meira til baka og KR átti fá svör. Liðið virkaði mjög hugmyndalaust og leikmenn oft á tíðum ansi áhugalausir. Ástandið í Vesturbænum er langt frá því gott og Logi Ólafsson hefur ekki fundið leiðina út úr þessum vandræðum. Stóll hans er ekki sá traustasti um þessar mundir og margir stuðningsmenn á vellinum í kvöld kölluðu eftir breytingum. Yfirritaður bað Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfara Loga, um viðtal eftir leik en Pétur strunsaði beint inn í klefa. Það verður þó að hrósa Valsmönnum en sá sem þetta ritar er mjög hrifinn af því hvernig liðið hefur verið að mótast í síðustu leikjum og þéttast sem lið. Ef fram heldur sem horfir geta Valsmenn vel barist um Íslandsmeistaratitilinn þetta sumarið, það er þó ekki líklegt að þeir fái að kljást við KR í þeirri baráttu. KR - Valur 1-20-1 Baldur Aðalsteinsson (11.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (25.) 1-2 Arnar Sveinn Geirsson (56.) Skot (á mark): 12-10 (4-5) Varin skot: Moldsked 3 - Kjartan 3 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 15-16 Rangstöður: 1-1Áhorfendur: 2.252 Dómari: Magnús Þórisson 4KR 4-4-2 Lars Ivar Moldsked 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Mark Rutgers 4 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 5 Gunnar Örn Jónsson 3 (62. Jordao Diogo 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 Björgólfur Takefusa 4 Kjartan Henry Finnbogason 4 (73. Gunnar Kristjánsson -)Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Martin Pedersen 7 Haukur Páll Sigurðsson 5 (52. Rúnar Már Sigurjónsson 6) Sigurbjörn Hreiðarsson 8* - Maður leiksins Ian Jeffs 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (73. Þórir Guðjónsson -) Arnar Sveinn Geirsson 7 (87. Stefán Eggertsson -) Danni König 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira