Umfjöllun: Ástandið í Vesturbænum versnar enn Elvar Geir Magnússon skrifar 7. júní 2010 17:14 Logi Ólafsson, þjálfari KR. Fréttablaðið Liðið sem lék við hvurn sinn fingur á undirbúningstímabilinu og margir sáu ekki hvernig ætti að stöðva í sumar er enn ekki búið að vinna leik eftir fimm umferðir í Pepsi-deildinni. KR tapaði 1-2 fyrir erkifjendum sínum í Val í kvöld en Arnar Sveinn Geirsson skoraði sigurmarkið í leiknum í seinni hálfleik. KR-ingar byrjuðu leikinn betur en lentu hinsvegar undir þegar Baldur Aðalsteinsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Heimamenn lögðu ekki árar í bát og Óskar Örn Hauksson jafnaði metin eftir að Björgólfur Takefusa rúllaði knettinum til hans. KR var líklegra til að skora á lokakafla hálfleiksins en staðan 1-1 í leikhléi. Valsmenn komu síðan gríðarlega öflugir til seinni hálfleiksins og heimamenn urðu undir í baráttunni. Sigurbjörn Hreiðarsson átti hörkuflottan leik á miðjunni hjá Val og hann lagði upp sigurmarkið fyrir Arnar Svein Geirsson. Arnar komst einn gegn markverði og kláraði færið vel. Þessi efnilegi leikmaður hefur farið á kostum í upphafi móts með styrk sínum og hraða. Við þetta mark vöknuðu KR-ingar en Valsmenn færðu sig meira til baka og KR átti fá svör. Liðið virkaði mjög hugmyndalaust og leikmenn oft á tíðum ansi áhugalausir. Ástandið í Vesturbænum er langt frá því gott og Logi Ólafsson hefur ekki fundið leiðina út úr þessum vandræðum. Stóll hans er ekki sá traustasti um þessar mundir og margir stuðningsmenn á vellinum í kvöld kölluðu eftir breytingum. Yfirritaður bað Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfara Loga, um viðtal eftir leik en Pétur strunsaði beint inn í klefa. Það verður þó að hrósa Valsmönnum en sá sem þetta ritar er mjög hrifinn af því hvernig liðið hefur verið að mótast í síðustu leikjum og þéttast sem lið. Ef fram heldur sem horfir geta Valsmenn vel barist um Íslandsmeistaratitilinn þetta sumarið, það er þó ekki líklegt að þeir fái að kljást við KR í þeirri baráttu. KR - Valur 1-20-1 Baldur Aðalsteinsson (11.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (25.) 1-2 Arnar Sveinn Geirsson (56.) Skot (á mark): 12-10 (4-5) Varin skot: Moldsked 3 - Kjartan 3 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 15-16 Rangstöður: 1-1Áhorfendur: 2.252 Dómari: Magnús Þórisson 4KR 4-4-2 Lars Ivar Moldsked 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Mark Rutgers 4 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 5 Gunnar Örn Jónsson 3 (62. Jordao Diogo 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 Björgólfur Takefusa 4 Kjartan Henry Finnbogason 4 (73. Gunnar Kristjánsson -)Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Martin Pedersen 7 Haukur Páll Sigurðsson 5 (52. Rúnar Már Sigurjónsson 6) Sigurbjörn Hreiðarsson 8* - Maður leiksins Ian Jeffs 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (73. Þórir Guðjónsson -) Arnar Sveinn Geirsson 7 (87. Stefán Eggertsson -) Danni König 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Liðið sem lék við hvurn sinn fingur á undirbúningstímabilinu og margir sáu ekki hvernig ætti að stöðva í sumar er enn ekki búið að vinna leik eftir fimm umferðir í Pepsi-deildinni. KR tapaði 1-2 fyrir erkifjendum sínum í Val í kvöld en Arnar Sveinn Geirsson skoraði sigurmarkið í leiknum í seinni hálfleik. KR-ingar byrjuðu leikinn betur en lentu hinsvegar undir þegar Baldur Aðalsteinsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Heimamenn lögðu ekki árar í bát og Óskar Örn Hauksson jafnaði metin eftir að Björgólfur Takefusa rúllaði knettinum til hans. KR var líklegra til að skora á lokakafla hálfleiksins en staðan 1-1 í leikhléi. Valsmenn komu síðan gríðarlega öflugir til seinni hálfleiksins og heimamenn urðu undir í baráttunni. Sigurbjörn Hreiðarsson átti hörkuflottan leik á miðjunni hjá Val og hann lagði upp sigurmarkið fyrir Arnar Svein Geirsson. Arnar komst einn gegn markverði og kláraði færið vel. Þessi efnilegi leikmaður hefur farið á kostum í upphafi móts með styrk sínum og hraða. Við þetta mark vöknuðu KR-ingar en Valsmenn færðu sig meira til baka og KR átti fá svör. Liðið virkaði mjög hugmyndalaust og leikmenn oft á tíðum ansi áhugalausir. Ástandið í Vesturbænum er langt frá því gott og Logi Ólafsson hefur ekki fundið leiðina út úr þessum vandræðum. Stóll hans er ekki sá traustasti um þessar mundir og margir stuðningsmenn á vellinum í kvöld kölluðu eftir breytingum. Yfirritaður bað Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfara Loga, um viðtal eftir leik en Pétur strunsaði beint inn í klefa. Það verður þó að hrósa Valsmönnum en sá sem þetta ritar er mjög hrifinn af því hvernig liðið hefur verið að mótast í síðustu leikjum og þéttast sem lið. Ef fram heldur sem horfir geta Valsmenn vel barist um Íslandsmeistaratitilinn þetta sumarið, það er þó ekki líklegt að þeir fái að kljást við KR í þeirri baráttu. KR - Valur 1-20-1 Baldur Aðalsteinsson (11.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (25.) 1-2 Arnar Sveinn Geirsson (56.) Skot (á mark): 12-10 (4-5) Varin skot: Moldsked 3 - Kjartan 3 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 15-16 Rangstöður: 1-1Áhorfendur: 2.252 Dómari: Magnús Þórisson 4KR 4-4-2 Lars Ivar Moldsked 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Mark Rutgers 4 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 5 Gunnar Örn Jónsson 3 (62. Jordao Diogo 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 Björgólfur Takefusa 4 Kjartan Henry Finnbogason 4 (73. Gunnar Kristjánsson -)Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Martin Pedersen 7 Haukur Páll Sigurðsson 5 (52. Rúnar Már Sigurjónsson 6) Sigurbjörn Hreiðarsson 8* - Maður leiksins Ian Jeffs 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (73. Þórir Guðjónsson -) Arnar Sveinn Geirsson 7 (87. Stefán Eggertsson -) Danni König 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira