Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, verður frá í þrjár vikur vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum gegn Braga í Meistaradeildinni í gær.
Arsenal tapaði leiknum, 2-0, og þarf nú að vinna Partizan Belgrad í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin.
Fabregas meiddist á vöðva aftan á læri í leiknum og þar að auki meiddist Emmanuel Eboue á hné í leiknum.
„Þetta gætu verið tvær eða þrjár vikur," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. „Ég tók áhættu sem borgaði sig ekki."
Eboue verður einnig frá í nokkra vikur og er talið útilokað að þeir verði með þegar að Arsenal mætir Aston Villa um helgina.