Fótbolti

Bjarni Þór skoraði í sigri á norsku meisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson er fyrirliði 21 árs landsliðsins.
Bjarni Þór Viðarsson er fyrirliði 21 árs landsliðsins. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Bjarni Þór Viðarsson skoraði fyrsta mark KV Mechelen í 4-0 sigri á móti norsku meisturunum í Rosenborg í æfingaleik í gær. Bjarni skoraði markið sitt af stuttu færi á 13. mínútu.

Króatínn Autun Dunkovic bætti síðan við tveimur mörkum á 38. og 66. mínútu áður en Boubacar Dialiba innsiglaði sigurinn á 86. mínútu.

Bjarni Þór spilaði allan leikinn en hann hafði komið inn á sem varamaður í tapi á móti Lokeren í belgísku deildinni um síðustu helgi.

Rosenborg er að halda sér í spilaformi með þessum leik því norska deildin er búin en liðið á enn eftir að spila tvo leiki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á móti Bayer Leverkusen og Aris.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×