Enski boltinn

Aaron Ramsey spilaði í fyrsta sinn í níu mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey. Mynd/AFP
Aaron Ramsey er allur að koma til eftir að hafa tvífótbrotnað í leik með Arsenal á móti Stoke í febrúar síðastliðnum. Ramsey lék fyrri hálfleikinn í fyrrakvöld með varaliði Arsenal á móti Wolverhampton Wanderers.

Hinn 19 ára gamli Ramsey var búinn að stimpla sig inn í byrjunarlið Arsenal á síðasta tímabili þegar hann lenti í hrikalegu samstuði við Ryan Shawcross, fyrirliða stoke. Ramsey braut bæði bein í hægri fæti og Shawcross fékk að líta rauða spjaldið.

Arsenal vann 2-1 sigur á Wolves í leiknum og Ramsey slapp í gegnum 45 mínútur ómeiddur. Hann var nálægt því að skora í leiknum. Það gæti því farið að syttast í endurkomu hans með aðalliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×