Fótbolti

32 ára og dæmir í undanúrslitum á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ravshan Irmatov frá Úsbekistan.
Ravshan Irmatov frá Úsbekistan. Nordic Photos / AFP

FIFA tilkynnti í dag hverjir munu dæma undanúrslitaleikina á heimsmeistarmótinu í Suður-Afríku.

Ravshan Irmatov frá Úsbekistan mun dæma viðureign Úrúgvæ og Hollands annað kvöld en athygli vekur að hann er ekki nema 32 ára gamall.

Irmotov dæmdi opnunarleik mótsins og varð þar með yngsti dómarinn til að dæma opnunarleik HM síðan 1934. Hann hefur þegar dæmt fjóra leiki í Suður-Afríku, síðast leik Argentínu og Þýskalands í fjórðungsúrslitum.

Viktor Kassai frá Ungverjalandi mun dæma leik Þýskalands og Spánar á miðvikudagskvöldið. Hann dæmdi leik Bandaríkjanna og Gana í 16-liða úrslitum og þótti standa sig vel í þeim leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×