Fótbolti

Ronaldo notaði staðgöngumóður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Nordic Photos / Getty Images

Portúgalskir fjölmiðlar halda því fram að Cristiano Ronaldo hafi eignast son með hjálp staðgöngumóður.

Ronaldo tilkynnti á Facebook- og Twitter-síðum sínum um helgina að hann væri orðinn faðir en sonurinn mun hafa komið í heiminn þann 17. júní síðastliðinn.

Það er portúgalska dagblaðið Diario de Noticias sem heldur því fram að Ronaldo hafi gengið frá þessu á meðan hann var í fríi í San Diego í Bandaríkjunum á síðasta ári.

Um helgina héldu aðrir fjölmiðlar því fram að Ronaldo hefði átt í stuttu ástarsambandi við móðurina í fyrra og að hann hefði borgað henni fyrir þagmælsku hennar.

Systir hans, Katia Aveiro, sagði svo í samtali við fjölmiðla að Ronaldo væri afar stoltur yfir því að vera orðinn faðir og að barnið væri nauðalíkt honum.

„Auðvitað er hann hamingjusamur, hver myndi ekki vera ánægður með að eignast börn? Barnið er mjög rólegt, borðar og sefur. Hann er með brún augu og brúnt hár, alveg eins og Cristiano," sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×