Enski boltinn

Ray Wilkins: Strákarnir unnu þennan leik fyrir stjórann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba fagnaði marki sínu með því að hlaupa til Carlo Ancelotti.
Didier Drogba fagnaði marki sínu með því að hlaupa til Carlo Ancelotti. Mynd/AP
Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, segir að leikmenn liðsins hafi lagt extra mikið á sig á móti Arsenal í gær því þeir hafi verið staðráðnir í að vinna leikinn fyrir stjórann Carlo Ancelotti sem missti föður sinn fjórum dögum áður.

„Það mátti sjá þá á vinnusemi leikmannanna hversu mikið þeir vildu vinna leikinn fyrir hann. Við vorum ekki að spila okkar besta bolta en menn lögðu sig fram og þetta var frábær frammistaða," sagði Ray Wilkins.

Chelsea vann 2-0 sigur á Arsenal og náði með því fjögurra stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

„Arsenal er eitt af þessum liðum sem hræða mig því þeir hafa hæfileika til að taka boltann og halda honum. Ég er feginn því að vera búinn með þennan leik og með að hafa náð öllum þremur stigunum," sagði

Ray Wilkins.

„Við klikkuðu á fyrsta prófinu á móti Manchester City og strákarnir voru ósáttir með þaöð. Við löguðum það strax fyrir Marseille-leikinn og í gær stóðu allir sig frábærlega," sagði Wilkins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×