Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er búinn að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leik á móti Svartfjallalandi í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Wembley 12. október næstkomandi.
Kevin Davies, framherji Bolton, er í fyrsta sinn í landsliðshópnum og er einn af fjórum framherjum liðsins ásamt þeim Darren Bent, Peter Crouch og Wayne Rooney.
Capello kallar einnig aftur á Robert Green, markmann West Ham, og þá koma þeir Rio Ferdinand, Joe Cole og Aaron Lennon aftur inn í liðið en þeir voru ekki með í sigurleikjunum á móti Búlgaríu og Sviss.
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, er í hópnum en hann er einnig í hópnum hjá Stuart Pearce, þjálfara 21 árs landsliðsins.
Landsliðshópur Englands:
Markmenn: Ben Foster (Birmingham City), Robert Green (West Ham United), Joe Hart (Manchester City)
Varnarmenn: Ashley Cole (Chelsea), Phil Jagielka (Everton), Glen Johnson (Liverpool), Rio Ferdinand (Manchester United), Joleon Lescott (Manchester City), John Terry (Chelsea), Stephen Warnock (Aston Villa)
Miðjumenn: Gareth Barry (Manchester City), Joe Cole (Liverpool), Steven Gerrard (Liverpool), Tom Huddlestone (Tottenham Hotspur), Adam Johnson (Manchester City), Aaron Lennon (Tottenham Hotspur), Jack Wilshere (Arsenal), Shaun Wright-Phillips (Manchester City), Ashley Young (Aston Villa)
Sóknarmenn: Darren Bent (Sunderland), Peter Crouch (Tottenham Hotspur), Kevin Davies (Bolton Wanderers), Wayne Rooney (Manchester United)
