Enski boltinn

Terry heimsækir öryggisvörðinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Terry hefur beðið öryggisvörðinn afsökunar.
John Terry hefur beðið öryggisvörðinn afsökunar.

John Terry, fyrirliði Chelsea, ætlar að heimsækja öryggisvörðinn sem hann keyrði á eftir leikinn gegn Inter í Meistaradeildinni.

Fjöldi ljósmyndara kepptust við að ná myndir af Terry og konu hans Toni, þegar þau yfirgáfu leikvanginn og svo fór að Terry keyrði óvart á öryggisvörð sem var að reyna að halda ágengum ljósmyndurum í burtu.

Hinn óheppni öryggisverður, Steve Rowley, marðist á fæti og tognaði á ökkla. „Þetta var ekki viljaverk, þetta var algjört slys," sagði Rowley eftir atvikið.

Terry keyrði í burtu enda tók hann ekki eftir því að hann keyrði yfir fótinn á Rowley, hann var yfirheyrður af lögreglunni en málinu er lokið. Fyrst var talði að Rowley hefði fótbrotnað en meiðslin reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×