Enski boltinn

Mörkin hans Tevez trufla mig ekkert

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er ekki búinn að missa trúna á að sitt lið komist í úrslit enska deildarbikarsins þó svo liðið hafi tapað fyrir nágrönnum sínum í City, 2-1, í fyrri leik liðanna.

„Það væri vitleysa að halda að við ættum ekki möguleika. Stemningin er með okkur í seinni leiknum. Annars fannst mér við spila vel í þessum leik og vorum mun betri lungann úr leiknum," sagði Ferguson.

Carlos Tevez stal senunni í leiknum og skoraði bæði mörkin gegn sínu gamla félagi.

„Svona er þetta bara. Fótboltinn getur bitið mann stundum. Það hafa margir leikmenn yfirgefið okkur í gegnum tíðina og síðan skorað gegn okkur þannig að þetta truflar mig ekkert. Við erum ánægðir með þá leikmenn sem eru hjá félaginu," bætti Skotinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×