Erlent

37 fórust þegar lest ók á hópferðabíl

37 fórust í morgun og 12 eru alvarlega slasaðir eftir að hópferðabíll ók í veg fyrir lest í austurhluta Úkraínu. Bílstjórinn virti að vettugi aðvörunarsírenur við lestarsporið og ók út á teinana. Hinir slösuðu eru allir alvarlega slasaðir eftir því sem björgunarfólk á staðnum segir. Umferðarslys og lestarslys eru tíð í Úkraínu sökum lélegs viðhalds og úr sér genginna umferðarmannvirkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×