Enski boltinn

Liverpool aftur fyrir rétt í Bretlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool.
Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Stjórn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool mun aftur halda fyrir dómstóla í Bretlandi í dag til að reyna að fá lögbanni þeirra Tom Hicks og George Gillett aflétt.

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í gær að stjórninni væri heimilt að selja bandarískja eignarhaldsfélaginu NESV félagið fyrir 300 milljónir punda.

En þá fengu núverandi eigendur, Hicks og Gillett, lögbann á söluna hjá dómstól í Texas-fylki í Bandaríkjunum.

Málið verður aftur tekið fyrir nú síðdegis til að reyna að fá lögbanninu hnekkt.

Á morgun fellur skuld skoska RBS-bankans upp á 240 milljónir punda á Liverpool. Ef félagið getur ekki staðið við greiðslu fer það væntanlega í greiðslustöðvun og níu stig dregin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni.




Tengdar fréttir

NESV sagt reiðubúið að bíða eftir Liverpool

NESV, eignarhaldsfélagið sem hefur hug á að festa kaup á Liverpool, er sagt reiðubúið að bíða á meðan verið er að greiða úr lagaflækjum er varðar sölu þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×