Ólafur Örn: Byrja á að koma sjálfstrausti í Grindavíkurliðið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. maí 2010 12:30 Ólafur Örn. GettyImages Ólafur Örn Bjarnason segir að eina markmið sumarsins geti verið að halda Grindavíkurliðinu í deildinni. Hann er ánægður með að málið sé í höfn. "Það er gott að það sé búið að keyra þetta í gegn. Grindavíkurliðið getur nú hætt að velta fyrir sér öllum mögulegum kostum og farið að einbeita sér að fótboltanum," sagði Ólafur við Vísi rétt í þessu. Ólafur segir að málið hafi klárast á tveimur dögum og hann er ánægður með hversu vel Brann tók í að hann færi strax. Hann kemur þó til með að flakka á milli Íslands og Noregs þar sem hann spilar nokkra leiki með Brann út tímabilið. "Þeir vildu leyfa mér að fara en eru í smá basli og ég held því áfram með þeim. Þeir vissu að þeir fengu aldrei pening fyrir mig og því gat ég farið frítt," sagði Ólafur. Hann hefur menntað sig í Noregi og á aðeins eitt námskeið eftir til að klára allt þjálfaranám sem er í boði þar. "Eftir það er það bara UEFA Pro License," sagði Ólafur sem ætlar þó ekki að klára námið strax. Hann á hús í Grindavík og ætlar að spila með liðinu. Ólafur spilar með Brann gegn Álasundi 6. júní en Brann er í næst neðsta sæti norsku deildarinnar og í mikilli fallbaráttu. Hlé er gert í norsku deildinni eftir þann leik í mánuð og kemur Ólafur Örn þá heim og tekur við Grindavíkurliðinu. Í júlí fer hann aftur til Noregs og mun hann spila fjóra leiki með Brann, þann síðasta gegn Sandefjord 25. júlí en eftir þann leik kemur hann alfarið heim til Grindavíkur og mun jafnframt leika með liðinu eftir það "Ég hef fylgst aðeins með liðinu heima og mér sýnist að fyrsta verkefnið verði að koma sjálfstrausti í liðið. Það segja allir að það búi mikið meira í því," sagði Ólafur sem verður með Milan Stefán Jankovic með sér sem aðstoðarþjálfara. "Maður á örugglega eftir að reka sig á einhversstaðar en ég verð með góða menn með mér og stigin munu koma. Markmið okkar getur bara verið eitt eins og staðan er núna, að halda sér í deildinni," sagði nýráðinn þjálfari Grindavíkur, Ólafur Örn Bjarnason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Örn ráðinn þjálfari Grindavíkur Ólafur Örn Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Grindvíkingar sendu frá sér. 29. maí 2010 12:14 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Ólafur Örn Bjarnason segir að eina markmið sumarsins geti verið að halda Grindavíkurliðinu í deildinni. Hann er ánægður með að málið sé í höfn. "Það er gott að það sé búið að keyra þetta í gegn. Grindavíkurliðið getur nú hætt að velta fyrir sér öllum mögulegum kostum og farið að einbeita sér að fótboltanum," sagði Ólafur við Vísi rétt í þessu. Ólafur segir að málið hafi klárast á tveimur dögum og hann er ánægður með hversu vel Brann tók í að hann færi strax. Hann kemur þó til með að flakka á milli Íslands og Noregs þar sem hann spilar nokkra leiki með Brann út tímabilið. "Þeir vildu leyfa mér að fara en eru í smá basli og ég held því áfram með þeim. Þeir vissu að þeir fengu aldrei pening fyrir mig og því gat ég farið frítt," sagði Ólafur. Hann hefur menntað sig í Noregi og á aðeins eitt námskeið eftir til að klára allt þjálfaranám sem er í boði þar. "Eftir það er það bara UEFA Pro License," sagði Ólafur sem ætlar þó ekki að klára námið strax. Hann á hús í Grindavík og ætlar að spila með liðinu. Ólafur spilar með Brann gegn Álasundi 6. júní en Brann er í næst neðsta sæti norsku deildarinnar og í mikilli fallbaráttu. Hlé er gert í norsku deildinni eftir þann leik í mánuð og kemur Ólafur Örn þá heim og tekur við Grindavíkurliðinu. Í júlí fer hann aftur til Noregs og mun hann spila fjóra leiki með Brann, þann síðasta gegn Sandefjord 25. júlí en eftir þann leik kemur hann alfarið heim til Grindavíkur og mun jafnframt leika með liðinu eftir það "Ég hef fylgst aðeins með liðinu heima og mér sýnist að fyrsta verkefnið verði að koma sjálfstrausti í liðið. Það segja allir að það búi mikið meira í því," sagði Ólafur sem verður með Milan Stefán Jankovic með sér sem aðstoðarþjálfara. "Maður á örugglega eftir að reka sig á einhversstaðar en ég verð með góða menn með mér og stigin munu koma. Markmið okkar getur bara verið eitt eins og staðan er núna, að halda sér í deildinni," sagði nýráðinn þjálfari Grindavíkur, Ólafur Örn Bjarnason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Örn ráðinn þjálfari Grindavíkur Ólafur Örn Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Grindvíkingar sendu frá sér. 29. maí 2010 12:14 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Ólafur Örn ráðinn þjálfari Grindavíkur Ólafur Örn Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Grindvíkingar sendu frá sér. 29. maí 2010 12:14