Enski boltinn

David Beckham ætlar ekki að þiggja kveðjuleikinn frá Capello

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/Getty Images
Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um endalok David Beckham í enska landsliðinu sem urðu öllum ljós í sjónvarpsviðtali við landsliðsþjálfarann Fabio Capello þegar hann var í beinni útsendingu fyrir leik Englands og Ungverjalands.

Eftir viðtalið var það Franco Baldini, aðstoðarmaður Fabio Capello, sem hringdi í Beckham en ekki Capello sjálfur sem þakkaði Beckham fyrir alla hjálpina í viðtalinu en lýsti því yfir að leikmaðurinn væri bara orðinn of gamall fyrir næstu undankeppni.

Fabio Capello bauð hinum 35 ára gamla David Beckham sérstakan kveðjuleik, líklega á móti Frökkum á Wembley í nóvember, en Beckham á að hafa hafnað því þar sem að hann sé ekki tilbúinn að gefa upp alla von og ætlar að vinna sér aftur sæti í landsliðinu.

Beckham hefur leikið 115 landsleiki fyrir Englendinga og vantar aðeins tíu leiki til að jafna landsleikjamet Peter Shilton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×