Enski boltinn

Wenger: Fabregas verður ekki eins og Owen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er viss um það að Cesc Fabregas lendi ekki í sama vítahring og Michael Owen er búinn að ganga í gegnum á sínum ferli. Fabregas hefur eins og Owen misst úr mikið af leikjum hjá Arsenal á þessu tímabili.

Fabregas meiddist nú síðast aftur aftan í læri í Meistaradeildarleik á móti Braga í vikunni og verður frá næstu tvær vikurnar. Fabregas hafði verið frá í mánuð fyrr á tímabilinu vegna meiðsla aftan í hinu lærinu.

Owen hefur nánast ekkert getað spilað síðan í febrúar vegna meiðsla aftan í læri en hann meiddist fyrst í úrslitaleik enska deildarbikarsins og meiðslin hafa síðan tekist sig upp aftur og aftur.

Owen hefur verið að glíma við svona meiðsli stóran hluta síns ferils en Wenger óttast ekki að ferill fyrirliða Arsenal sé að stefna í sömu átt.



Mynd/Nordic Photos/Getty
„Cesc er meiri spilari en Owen er meiri hlaupari. Styrkleikur Owen liggur í hraða hans og tímasetningu á hlaupunum. Cesc er meiri skapandi leikmaður sem þarf ekki að treysta eins mikið á spretti," sagði Wenger.

„Það er samt sérstakt við meiðsli Cesc að þeir sem glíma við svona meiðsli eru oftast hlauparar eins og Owen og Ryan Giggs. Cesc er leikmaður sem vinnur meira jafnt og þétt í gegnum allan leikinn og því koma þessi meiðsli hans mér nokkuð á óvart," sagði Wenger.

„Ég mun gera það rétta fyrir bæði Fabregas og klúbbinn en auðvitað mun ég hluta á læknaliðið. Ég man eftir því að Ryan Giggs hefur verið glíma við svona meiðsli allan sinn feril en það kom ekki í veg fyrir að hann ætti frábæran feril," segir Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×