Enski boltinn

Ferguson hrósar Owen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er duglegur að klappa varamanninuma Michael Owen á bakið. Ferguson segir að Owen sé enn að bæta sig og sé talsvert betri leikmaður núna en hann var þegar hann kom fyrst til félagsins.

Owen hefur byrjað leiktíðina vel og skoraði jöfnunarmark United gegn Bolton um síðustu helgi.

"Michael er frábær knattspyrnumaður og mér finnst hann hafa bætt sig mikið síðan hann kom. Frammistaða hans núna fer ekki fram hjá okkur. Hann er í fínu formi og er magnaður á æfingum," sagði Ferguson.

Owen hefur leikið 37 leiki fyrir United og þar af hefur hann komið 24 sinnum af bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×