Enski boltinn

Rooney bað tengdaforeldrana afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney fór eftir því sem eiginkona hans, Coleen, bað hann um að gera og bað foreldra hennar afsökunar á hegðun sinni.

Rooney fór heim til tengdó og baðst auðmjúkur afsökunar. Hann viðurkenndi að hafa valdið þeim vonbrigðum en foreldrar Coleen hafa verið rjúkandi reið síðan upp komst að Rooney svaf hjá tveim vændiskonum.

Þau eru sögð hafa hellt sér yfir framherjann er hann lét loksins verða af því að koma heim til þeirra.

Á endanum skildu þó allir í góðu enda er það vilji Coleen að allt fari í samt lag. Heimsóknin stóð þó ekki yfir nema í hálftíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×