Enski boltinn

Mascherano færist nær Inter - Flamini til Liverpool?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Javier Mascherano á góðri stundu hjá Liverpool.
Javier Mascherano á góðri stundu hjá Liverpool.

Fjölmiðlar á Ítalíu segja að viðræður standi yfir milli forráðamanna Inter og Liverpool um hugsanleg kaup ítalska liðsins á Javier Mascherano.

Fyrr í sumar lýsti argentínski landsliðsmaðurinn því yfir að draumur sinn væri að fara til Inter og ef eitthvað er að marka ítalska fjölmiðla setti Inter sig í samband við Liverpool fyrir tveimur vikum.

Rafael Benítez, þjálfari Inter, þekkir Masherano vel enda unnu þeir saman hjá Liverpool.

Sagan segir að Liverpool horfi til Mathieu Flamini, miðjumanns AC Milan, til að fylla skarð Mascherano þegar hann fer til Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×